Fyllið garðinn af blómstrandi trjám, runnum og fjölærum plöntum - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Blómstrandi tré, runnar og blómríkar fjölærar blómplöntur mynda fallega litríka heild í garðinum og skapa rómantík, stuðla að slökun og vellíðan. Á námskeiði Auðar verður farið í val á tegundum sem eru í blóma að vori, yfir sumartímann og fram á haust. Hvernig smekklegt er að raða tegundum saman, eftir hæð, umfangi, blaðgerð og blóm- og haustlit og hvar sé besta að staðsetja þær í garðinum með tilliti til birtu og skjóls.

Hávaxin tré mynda andstæður við kantlaga form bygginga og breyta sjóndeildarhringnum þegar þau ber við himin. Með blómríkum trjám má ná fram breytileika og og laða að fuglalíf. Kynning á aðferðinni sem kölluð er „einn, tveir og tré“ sem vísar til þess að lægstu plönturnar skuli ávallt vera fremst í beðum, en þær hæstu aftast. Þannig er tryggt að útlit allra plantna njóti sín. Nemendur fá lista yfir tegundir þar sem þær eru flokkaðar eftir hæð, blómlit og umfangi. Sem dæmi um not á listanum þá nýtist hann t.d. fyrir þá sem vilja hafa hvít svæði, bleik svæði eða græn svæði í garðinum.

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð