ADHD fullorðinna - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi:

  • Hvað er ADHD?
  • Grunneinkenni, birtingarmynd og þróun einkenna
  • Sjálfsmyndin og þróun fylgiraskana
  • Stýrifærni heilans
  • Áhrif í daglegu lífi
  • Neikvæðar afleiðingar ógreinds ADHD
  • Greining og meðferð ADHD

Leiðbeinandi: Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klíniskri sálfræði. Hennar aðalstarf er við Sálfræðiþjónustu Barnaspítala Hringsins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2011 og á Kvennadeild frá vorinu 2021. Drífa rak eigin stofu á árunum 2014 til 2021 þar sem hún sinnti greiningum og meðferð barna og fullorðinna með ADHD og aðrar raskanir. Hún sat í stjórn ADHD samtakanna frá árinu 2012 til 2019 og hefur haldið regluleg námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna á vegum ADHD samtakanna frá árinu 2014.

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð