Fræ er fjársjóður - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Námskeið fyrir þá sem áhuga hafa að fjölga trjáplöntum, runnum og fjölærum plöntum með fræi. Á námskeiðinu eru skoðuð fræ fjölda tegunda. Veittar upplýsingar um hvenær fræin þroskast, hvernig eigi að týna þau og meðhöndla fyrir sáningu. Sumum fræanna er sáð að hausti og önnur geymd fram að vori og þeim sáð þá. Loks verður farið yfir hvernig eigi að annast smáplönturnar sem vaxa upp af fræjunum.

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Lengd: 90. mín.

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð