Ræktun matjurta - REG

Flokkur: vefnámskeid

Á námskeiðinu er farið yfir ræktun og umönnun matjurta. Greint er frá jarðvegsgerðum, hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf. Kynntar hugmyndir af mismunandi ræktunarbeðum og fjallað um mikilvægi skjóls og birtu. Farið er yfir sjúkdóma og skordýr sem hrjá matjurtirnar og um plöntulyf og kynntar lífrænar lausnir gegn vágestum og sjúkdómum og nokkrum aðferðum við geymslu og matreiðslu lýst. Auk alls þessa eru kynntar fjöldi tegunda matjurta. Farið yfir hvað þarf til að ná árangri í matjurtarækt og fá ríkulega uppskeru frá því í júlí og fram í október. Skoðaðar leiðir til að nýta sér uppskeruna og aðferðir til að geyma grænmeti. Vönduð námsgögn. 

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen. Auður er garðyrkjufræðingur af garðplöntubraut og vann við ræktun pottaplantna í áravís. 

Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu.  

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð