Forræktun mat- og kryddjurta

Flokkur: vefnámskeid

Á námskeiðinu er farið yfir ræktun og umönnun krydd- og matjurta. Upplýsingar um val á fræi og sáningu og hvernig hægt er að fjölga kryddjurtum með græðlingum. Grein er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf í forræktunni.

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók í viku eftir námskeiðið. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla. 

Leiðbeinandi: Auður Ottesen

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.

 *Stéttarfélögin Eining Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð