Á Íslandi hafa lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi. Barnið er hjartað í kerfinu.
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda.
Lögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum -og falli ekki á milli kerfa.
Ragnheiður Diljá, tengiliður farsældar á HSN Akureyri, fer yfir undirstöðuatriði farsældarlaganna og hvaða áhrif þau hafa á störf okkar á heilsugæslu.
Kennari: Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, ljósmóðir
Hvar og hvenær: Miðvikudaginn 4. febrúar kl 13:00-14:00
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Farsæld barna | 04. feb. | Miðvikudagur | 13:00-14:00 | Vefnámskeið | Skráning |