Excel - Pivot töflur

Flokkur: námskeið

Þriggja tíma námskeið um venditöflur (Pivot töflur) fyrir byrjendur. 

Farið verður yfir helstu atriði varðandi venditöflur s.s.

  • Hvað er venditafla
  • Undirbúningur gagna
  • Síur og skilyrt útlit (litir og letur)
  • Gagnaskerar (slicers)
  • Myndrit - hvernig má setja gögn úr venditöflum fram myndrænt

Fyrirkomulag: Kennslan er í formi sýnikennslu en nemendur fá gögn til að vinna með og geta fylgt eftir og æft sig samhliða.  Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Excel 2013 eða nýrra. Einnig er hægt að fá lánaða vél hjá SÍMEY.

Markhópur: Þetta námskeið hentar bæði einstaklingum sem og vinnustaðahópum. Fyrir hópa er hægt að aðlaga efni að þeirra þörfum.

Leiðbeinandi: Sigvaldi Óskar Jónsson

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð