Español para todos! byrjendur og framhald

Flokkur: námskeið

Spænskunámskeið fyrir alla, konur og kalla!

Ertu byrjandi í spænsku og vilt getað tjáð þig næst þegar þú ferð í spænskumælandi land? Eða kanntu hrafl í spænsku og langar auka færnina? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Það er ætlað þeim sem hafa einhvern grunn í málinu. Áhersla verður lögð á framburð, undirstöðuatriði í málfræði og uppbyggingu á orðaforða. Einnig verður farið yfir nytsamleg orð og frasa sem koma sér vel í ferðalögum. Mikil áhersla er lögð á munnlegar æfingar ásamt hlustun. Sömu bækur verða notaðar og í grunnnámskeiði.

Stuðst er við kennslubók á samt mynd- og hljóðefni af netinu. Kennslubókin fæst hjá SÍMEY og kostar 8.200 kr. 

Leiðbeinandi: Bjarney Lea Guðmundsdóttir

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning