Eldfjallafræði á mannamáli - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Jarðfræðileg málefni hafa verið í ofarlega í huga landsmanna undanfarin misseri og umfjöllun um eldgos, jarðskjálfta og fleira hefur vakið forvitni margra. 

Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í eldfjallafræði þar sem flókin hugtök verða færð yfir á mannamál. Farið er yfir þau helstu jarðfræðilegu ferli sem tengjast eldvirkni, allt frá efnasamsetningu og hegðun kviku yfir í öflugustu sprengigos landsins ásamt því að við lærum um eldvirkni Íslands og af hverju landið okkar sé svona lifandi og einstakt!

Helga Kristín Torfadóttir er eldfjalla- og bergfræðingur. Hún er með BSc-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands, MSc-gráðu í eldfjalla- og bergfræði frá Háskóla Íslands og heldur áfram að sérhæfa sig á því sviði í doktorsnámi. Hún er einnig fagmenntaður leiðsögumaður og hefur að mestu leyti nýtt þau fræði sem jöklaleiðsögumaður. Hún hefur komið að jarðfræðikennslu við Menntaskólann í Reykjavík ásamt eldfjallafræði, steindafræði og kortlagningu hjá Háskóla Íslands og jarðfræðinámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún heldur úti Instagram aðgangnum @geology_with_helga þar sem hún sýnir frá ýmsum ævintýrum og fræðir um þá jarðfræði sem kemur þar við sögu.

Leiðbeinandi:  Helga Kristín Torfadóttir eldfjalla- og bergfræðingur
Hvar og hvenær: Á ZOOM miðvikudaginn 21. febrúar frá 17-19.

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning