Vinsælasta eldhústækið þessi dagana er án efa Air-Fryer.
Þegar Ásta Búadóttir leiðbeinandinn á þessu námskeiðið keypti Air-fryer var ekki aftur snúið. Hún dásamar hann alla dag og notar til elda, baka og hita. Airfryer er einfaldur í notkun sem gerir eldamennskuna einkar einfalda. Rétta orðir yfir air-fryer er allsherjargræja, með heilsusamlegri eldamennsku, færri hitaeiningum, tímasparnaði og fjölbreytni.
Það sem farið verður er m.a.: Steikja fisk, purusteik, nautahakk, kartöflur ásamt bakstri s.s. marens, svampbotnar og formkökur.
ATH! Þátttakendur þurfa að koma með sinn eigin Airfryer á námskeiðið!
Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, kennari og matreiðslumeistari
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Eldað Í Airfryer - Akureyri | 24. sep | Þriðjudagur | 17:00-20:00 | Akureyri | 23.900 kr. | Skráning |
Eldað Í Airfryer - Dalvík | 25. sep | Miðvikudagur | 17:00-20:00 | Dalvík | 23.900 kr. | Skráning |
Eldað Í Airfryer á Ólafsfirði | 26. sep | Fimmtudagur | 17:00-20:00 | Ólafsfjörður | 23.900 kr. | Skráning |