Breyttu áskorunum í tækifæri

Flokkur: vefnámskeid

Hér er um að ræða yfirgripsmikið 7 klst. vefnámskeið (auk 5 klst. heimavinnu) þar sem rithöfundurinn og markþjálfinn Ingvar Jónsson hjálpar þátttakendum að læra hvernig hægt er að horfast í augu við sjálfan(n) sig. Þátttakendur ættu að finna sinn innri styrk með þeim hætti að þeir uppskeri ríkulega þegar þeir fara að nýta betur þau tækifæri sem þeir vissu ekki að stæðu þeim til boða.

Það eru tvær leiðir til að aðlagast breytingum og takast á við áskoranir; Þú getur sest niður og beðið eftir að aðrir gefi þér tækifæri eða ákveðið að skapa þín eigin. Þau lykilaðtriði sem tekin eru fyrir á námskeiðinu tengjast öll því hvernig hægt er að ná stjórn á aðstæðum í stað þess að láta stjórnast af aðstæðum, tilfinningum eða óumbeðnum skoðunum annarra.

Á námskeiðinu er unnið með eftirfarandi lykilþætti:

  • Það ert eingöngu þú sem ræður hve langt þú kemst!
  • Forsenda árangurs er að kunna að flétta saman sjálfstausti, sjálfsrækt, sjálfsvitund og sjálfsvirðingu!
  • Það geta allir þjálfað upp nýja styrkleika?
  • Það má á að skila íþyngjandi farangri!
  • Hvort er ríkjandi hjá þér skort-, festu- eða vaxtarhugsun?
  • Tilfinningalæsi - tilfinningar eru eingöngu upplýsingar!
  • Hvað eða hverjir standa í vegi fyrir þér?
  • Hvernig er hægt að komast hjá því að lenda í „Dramaþríhyrningnum“?

Undirbúningur áður en námskeiðið hefst

Til þess að hægt sé að nýta tímann sem best er lagt upp með að allir þátttakendur vinni tvö stutt verkefni fyrir námskeiðið. Þannig  verða allir „komnir um borð“ áður en námskeiðið hefst. Skráðir þátttakendur fá sendar nánari upplýsingar fyrir námskeiðið. 

Leiðbeinandi : Ingvar Jónsson frá Profectus. Ingvar einn af reyndustu markþjálfum hér á landi og hefur skrifað nokkrar bækur um hvernig fólk getur, með markvissri sjálfsskoðun, örlitlu hugrekki og aukinni færni í markmiðasetningu, markað sér nýja stefnu í lífinu, burtséð frá því hvort aðstæður krefjist þess eða hugur og hjarta kalli eftir breytingum.

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð