Betri svefn

Flokkur: námskeið

Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði:

  • Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
  • Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk þeirra.
  • Hvað hefur áhrif á svefn og svefngæði?
  • Hvernig virkar líkamsklukkan? Hvenær er hugræn færni eins og athygli og árvekni í hámarki og hvenær er vöðvastyrkur í hámarki? Hvernær er t.d. best að sinna hugrænt krefjandi verkefnum í vinnunni?
  • Áhrif svefns og svefnleysis á andlega og líkamlega heilsu.
  • Hvaða úrræði er til við svefnleysi og hvert leita ég?
  • Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn? Góð svefnráð rædd.

Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir

Vefnámskeið

Hvar og hvenær:18. febrúar klukkan 17:00-18:00

Verð: 17.900 kr

 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Betri svefn 18. feb. miðvikudagur 17:00-18:00 vefnámskeið 17.900 kr. Skráning