Að varða veginn fyrir þitt besta ár - Nýtt námskeið hefst 1. febrúar

Flokkur: námskeið

Vilt þú skýra sýn þína á árið sem framundan er? Hvað er mikilvægt fyrir þig og hvernig vilt þú nýta tímann þinn?  

Á námskeiðinu er ætlunin að skoða með hvaða hætti þátttakendur geta varðað leiðina fyrir árið 2022 þannig að það verði innihaldsríkt og gjöfult, uppfullt af ánægjulegum stundum og tækifærum sem hver og einn skapar sér.   

Undanfarin misseri hafa verið áskorun fyrir marga og mögulega haft áhrif á framtíðarplön.  Skoðað verður með þátttakendum hvað þetta tímabil hefur kennt okkur t.a.m. með hvaða hætti við getum náð stjórn á aðstæðum í stað þess að láta stjórnast af þeim.   

Markmið er að í lok námskeiðs hafi þátttakendur skýra sýn á hvert þeir vilja stefna á árinu 2022 og hafi lagt vörður að leiðangri sínum í þar til gerða vinnubók. Notaðar verða m.a. aðferðir markþjálfunar með þátttakendum.   

Námskeiðið er kennt á ZOOM í tveimur hlutum með viku millibili.  

Leiðbeinendur: Kristín Björk Gunnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir, markþjálfar 

Tími

  • Námskeið 1 - 19. og 26. janúar kl. 17:00-19:00  - Fullt. 
  • Námskeið 2 - 1. og 15. febrúar frá kl. 17:00-19:00 - Laus sæti. 

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Einingu Iðju, Kili og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð