Að standa af sér storminn

Flokkur: vefnámskeid

Á námskeiðinu „Að standa af sér storminn“ mun Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum fjalla um leiðir til lausna er snúa að kvíða í tengslum við heimsfaraldur eða aðra samfélagsógn.

Við slíkar aðstæður myndast óvissa sem getur orðið ríkjandi streituvaldur sé ekki brugðist við með fræðslu og markmiðið er að þátttakendur geti nýtt tímann til að efla sig fyrir komandi tíma þegar hjól samfélagsins fara að snúast á ný. 

Um er að ræða 40 mín námskeið sem inniheldur bæði fræðslu og stutta öndunaræfingu.  

Leiðbeinandi: Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum 

Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.

 
*Stéttarfélögin Eining Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning