Að setja mörk - Starfsleikni

Flokkur: námskeið

Í krefjandi starfsumhverfi, jafnt sem í lífinu almennt getur verið mikilvægt að kunna að setja mörk af ábyrgð, vinsemd og festu.

Við gegnum jafnvel mörgum hlutverkum og þurfum að skilja á milli, til dæmis sem starfsmenn, stjórnendur, vinnufélagar, kunningjar, ættingjar, einstaklingar með fjölskyldu og frítíma og ekki síst sem manneskjur sem þurfa hlúa að sjálfum sér. 

Á námskeiðinu er farið er í mikilvægi þess að byrja á að þekkja sínar eigin tilhneigingar og vita hvaða mörk þarf helst að setja til að geta byrjað að æfa sig í að setja þau. 

  • Hvenær er líklegast að reyni á mörkin?
  • Er það í ákveðnum aðstæðum?
  • Eru ákveðnir einstaklingar sem gjarnan taka af okkur stjórnina, orðið eða skipulagið?

Gefin eru ráð í samskiptatækni, til dæmis varðandi það að hafa áhrif á tímasetningar, stað og stund, svo sem aðstöðu og andrými til að sinna erindum. Lögð er áhersla á að láta ekki stýrast af framkomu, ójafnvægi eða óskipulagi annarra og að kunna að segja “nei” en að hafa samskipti skýr og
vinsamleg.

Námskeiðið er byggt upp á fræðslu, umræðum, sjálfsskoðun og persónulegum markmiðum. 

Leiðbeinandi er Steinunn I. Stefánsdóttir sálfræðingur frá Starfsleikni. 

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

 

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð