Að huga að öðrum án þess að týna sér

Flokkur: námskeið

Hvernig er hægt að nýta samkennd til að hlúa að sjálfum sér en um leið huga að öðrum og takast á við krefjandi verkefni? Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningar á samkennd og hvað aðgreinir samkennd frá samlíðan og samhygð. Frætt verður um tilfinningakerfin þrjú út frá samkenndarmiðaðri meðferð þróuð af Paul Gilberts. Fræðsla um þrjár megin stoðir samkenndar sem Kristín Neff, leiðandi vísindakona í rannsóknum á samkennd í eigin garð, setti fram og hvernig samstarfsmaður hennar, dr. Christopher Germar, notast við þessar þrjár megin shugumtoðir í sinni nálgun á félagslegu réttlæti. Samhliða fræðslu og umræðum verða gerðar æfingar þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að bera kennsl á sín einkenni sem geta ýtt undir neikvæða þróun og hvernig hægt er að nýta aðferðir samkenndar til að fyrirbyggja neikvæðar afleiðingar. Á námskeiðinu verður lögð áhersla æfingar er snúa að krefjandi þáttum og hvernig samkennd getur aukið tilfinningalegt jafnvægi. Með aðferðum samkenndar er hægt að efla og styðjast við hjálplegum bjargráðum til að takast á við verkefni lífsins, bæði innan sem og utan vinnu umhverfið.

Leiðbeinandi: Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning