360 gráðu heilsa - vefnámskeið í 4 skipti

Flokkur: námskeið

Námskeiðið samanstendur af fjórum hlutum þar sem Rafn Hrafnsson heilsuráðgjafi færir þátttakendum heilsteypta formúlu að heilsusamlegra lífi eða það sem hann kallra 360° Heilsa.

Farið verður yfir alla þá lífsstílsþætti sem taldir eru vera undirstöður góðrar heilsu og hvernig hægt er að hámarkað hvern þátt til að uppskera bætta orku, hreysti, vellíðan og alhliða andlega og líkamlega heilsu.

Mataræði: Eitt stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir í nútíma vestrænu samfélagi er að við erum að innbyrgða of mikla orku en á sama tíma of litla næringu. Þetta ásamt fleiri þáttum hefur ýtt undir þá alvarlegu þróun lífsstílssjúkdóma sem er orðin ein okkar helsta lýðheilsuógn í dag. Í fyrirlestrinum fer ég yfir algengar mýtur í mataræði, hvernig mataræðið okkar hefur breyst, hvaða matvæli eru að ræna frá okkur heilsunni og hvernig við getum borðað betur fyrir bætta heilsu.

Svefn: Svefninn er allra mikilvægastur þegar kemur að góðri heilsu. Það er alveg sama hvað þú borðar hollt eða hreyfir þig vel, ef svefninn er í ólagi þá er heilsan í ólagi, svo einfalt er það. En svefn er ekki bara svefn heldur skipta gæðin höfuðmáli. Svefn er að mínu mati bæði misskilinn og vanmetinn. Í þessum fyrirlestri ætla ég að fara yfir af hverju svefninn skiptir svona miklu máli, hver eru einkenni gæðalítils svefns, af hverju skipta gæðin meira máli en lengdin og ýmis ráð og reglur til að tryggja hinn fullkomna gæðasvefn fyrir betri orku, heilsu og vellíðan.

Hreyfing: Eins og flestir vita er hreyfing lykilþáttur góðrar heilsu. En er bara nóg að hreyfa sig eða skiptir máli hvernig? Hvaða áhrif hefur líkamsstaðan okkar á heilsuna? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur betur? Hvernig getum við hámarkað afköst æfinganna og gert líkamann að skilvirkari fitubrennsluvél? Hvernig fyrirbyggjum við stoðkerfisvandamál? Ég fer yfir þessi atriði og ýmsum fleiri góðum ráðum í tengslum við hreyfingu og líkamsrækt.

Jafnvægi: Streitustjórnun, félagsleg tengsl, öndun, hugleiðsla, markmið og draumar. Þetta eru hlutirnir sem líma hina grunnþættina saman og hjálpa við að móta heilbrigðan lífsstíl. Þegar við erum í heilbrigðu jafnvægi verður lífið bæði innihaldsríkara, auðveldara og ánægjulegra.

Leiðbeinandi: Rafn Hrafnsson, heilsuráðgjafi.

Hvar og hvenæar: Fjögur skipti á ZOOM dagana 13. feb, 20. feb., 27.feb, 5. mars  frá kl. 17:00-18:30.

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning