Fyrirtæki og stofnanir

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður fyrirtækjum og stofnunum á Eyjafjarðarsvæðinu breiða þjónustu í málefnum sem tengjast starfsþróun starfsmanna þeirra.  Markmiðið er að sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins. Starfþróunarmál eru mjög vítt hugtak og má segja að þau spanni allt frá aðstoða við að koma á koppinn einstökum námskeiðum í það að vera ráðgefandi við skipulagningu heildar fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Starfsmenn SÍMEY

Sem dæmi um þjónustu má nefna:

  • Skipulagning og utanumhald með fyrirtækjaskólum

  • Skipulagning á einstökum námskeiðum

  • Þarfagreiningar o.fl.Við leggjum mjög mikla áherslu á að klæðskerasauma þessa þjónustu eftir þörfum hvers og eins viðskiptavinar og hvetjum ykkur því eindregið til að hafa samband við okkur og ræða þetta mikilvæga verkefni stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Sú aðferð sem við notum við slíka ráðgjöf heitir Markviss. Markviss er kerfi til að skipuleggja fræðslu, þjálfun og annað sem snýr að uppbyggingu starfsmanna, mæla og meta árangur eftir því sem mögulegt er.

Fjármögnun 

Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu.
Styrkir og upphæð þeirra fer eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Nokkrir stórir starfsmenntasjóðir hafa sameinast um eina vefgátt, Áttina, sem tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.