Raunfærnimat

Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað. Það gerir færni og þekkingu sýnilega með því að meta hana á móti formlegu námi eða kröfum atvinnulífsins. 

Skráning

Færnimappa

Raunfærnimatsferlið

 

 

 

 

Fyrir hverja er raunfærnimat?

Raunfærnimat hjá SÍMEY er fyrir einstaklinga 23 ára og eldri sem hafa a.m.k þriggja ára starfsreynslu úr því starfi sem meta skal. Raunfærnimat er ætlað þeim einstaklingum sem hafa litla, formlega menntun. 

Sjá bækling um raunfærnimat á íslensku og ensku

 

 

Af hverju raunfærnimat?

Að ljúka raunfærnimati getur:

  • stytt nám á ákveðnum brautum á framhaldsskólastigi (sjá neðar)

  • sýnt fram á starfsfærni á vinnumarkaði.

  • hjálpað fólki að hefja nám að nýju og/eða styrkja stöðu viðkomandi á vinnumarkaði. 

Hvaða raunfærnimat er í boði?

  • Ferðaþjónusta
  • Matvælagreinar; matreiðsla, matartækni, matsveinn, framreiðsla
  • Sjávarútvegur; fisktækni, netagerð, skipstjórn, vélstjórn
  • Þjónustugreinarnar; félagsliði, leikskólaliði og stuðningsfulltrúi
  • Sjúkraliði
  • Verslunarfulltrúi
  • Byggingargreinar; húsasmíði, múraraiðn, pípulagnir, málaraiðn
  • Bílgreinar; bifvélavirkjun, bílamálun

  

Frekari upplýsingar um raunfærnimat veita:

Helena Sif (helena@simey.is) eða Anna María (annamaria@simey.is)

 

Hvað kostar raunfærnimat?

Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu, hafi þeir ekki lokið námi á framhaldsskólastigi.