Nám fyrir sundlaugarverði og starfsfólk í íþróttahúsum

Flokkur: Lengra nám

Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfa í sundlaugum og/eða íþróttahúsum.  Um er að ræða nám sem uppfyllir hæfniviðmið starfanna sundlaugarvörður og starf í íþróttahúsi skv. starfaprófílum Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins. Meta má námið til allt að 10 eininga á framhaldsskólastigi. 

Að námi loknu skulu þátttakendur geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér til að

  • tryggja öryggi gesta.
  • veita gestum góða þjónustu og sinna upplýsingagjöf til fjölbreytts hóps viðskiptavina.
  • halda búnaði og húsnæði í hreinu og góðu ásigkomulagi.

Innihald náms

Kjarnafög

  • Almenn starfshæfni
  • Samskipti 
  • Þjónusta
  • Hreinlæti og vinnuvernd

Valfög

  • Sundlaugarvarsla
  • Húsumsjón

Athugið að velja má bæði valfög.

Námið er tvískipt, annarsvegar fjarnám og hinsvegar vinnustaðanám.

Námið samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu tengdum fyrirlestrunum en að auki þurfa þátttakendur að skila verkdagbók sem þeir fylla út í samráði við yfirmenn. 

Námið er einstaklingsbundið og þátttakendur hafa þrjá mánuði til að ljúka náminu og gera það þegar þeim hentar.

Nánari upplýsingar veita

Ingunn Helga Bjarnadóttir 

Helgi Þ. Svavarsson 

eða í síma 460-5720