Fréttir

Þrettán nemendur brautskráðir úr náminu "Stökkpalli"

Í gær, 5. janúar, brautskráði SÍMEY þrettán nemendur á aldrinum 20-30 ára úr náminu „Stökkpalli“. Námið, sem er ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu, hófst 19. október sl. og var í það heila 180 klukkustundir.

Boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra - samstarfssamningur SÍMEY og Ekils ökuskóla

Á grunni samnings milli SÍMEY og Ekils ökuskóla á Akureyri, sem var staðfestur í dag, verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í SÍMEY núna á vormisseri.

SÍMEY brautskráði 57 nemendur í dag

Í dag brautskráði Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 57 nemendur af ýmsum námsbrautum við hátíðlega athöfn í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg.

SÍMEY hefur umsjón með hæfnigreiningum í fiskvinnslu

SÍMEY hefur að undanförnu unnið að svokallaðri hæfnigreiningu á tveimur störfum í fiskvinnslu – annars vegar starfi flokksstjóra og hins vegar starfi gæðaeftirlitsmanns. Hæfnigreiningar eru liður í því að skilgreina menntunarþarfir viðkomandi starfshóps og um leið að festa á blað greinargóða lýsingu á því sem viðkomandi starf felur í sér.

Nemendur sýna myndverk sín í "Gallerí SÍMEY"

Um liðna helgi var formlega opnuð myndlistarsýning nemenda í náminu „Fræðsla í formi og lit“, 200 klukkustunda nám sem þátttakendur hófu í janúar sl. og ljúka formlega með útskrift 18. desember nk.

Stórt og mikilvægt verkefni

Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“

Verkefni um fræðslu starfsfólks í ferðaþjónustu

Með miklum vexti ferðaþjónustunnar í landinu eykst þörf fyrir fræðslu starfsmanna í greininni. Þörfin er til staðar en hún er mismunandi eftir eðli ólíkra fyrirtækja í greininni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og var ýtt úr vör í byrjun þessa árs, hefur það beinlínis að markmiði að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti námsver SÍMEY á Dalvík

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra heimsótti námsver SÍMEY á Dalvík á Degi íslenskrar tungu og kynnti sér þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Skráning á vorönn í fullum gangi - er ekki upplagt að gefa námskeið í jólagjöf?

Skráning á námskeið á vorönn er í fullum gangi og er óhætt að segja að hún hafi almennt farið mjög vel af stað. Það er því full ástæða til þess að benda fólki á að geyma ekki að skrá sig til þess að tryggja að það fái pláss á námskeiðunum.

Þrettán nemendur í "Stökkpalli" - námsleið fyrir þá sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu

Þann 19. október sl. hófst í SÍMEY 180 klukkustunda nám sem ber nafnið „Stökkpallur“ og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið, sem er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun og Fjölsmiðjuna á Akureyri, er ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu. Námið er mögulegt að meta til 10 námseininga á framhaldsskólastigi. Námið er á fyrsta hæfnisþrepi og skiptist í fjóra meginþætti: Markmiðasetningu og sjálfseflingu, samskipti og samstarf, vinnuumhverfi og vinnustaði og vettvangsnám á vinnustað. Verkefnastjóri Stökkpalls hjá SÍMEY er Sólveig Helgadóttir og umsjón með náminu auk hennar hefur Aníta Jónsdóttir, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá SÍMEY. „Stökkpallur“ hófst sem fyrr segir 19. október sl. og lýkur með brautskráningu 5. janúar 2018. Þrettán nemendur á aldrinum 20-30 ára eru að þessu sinni og er kennt alla virka daga. Dagurinn hefst kl. 09:00 með morgunverði þátttakenda í náminu í SÍMEY og kl. 09:30 hefst kennslan og stendur til kl. 12:30. Auk kennara frá SÍMEY kenna aðrir fagaðilar ákveðna þætti í náminu og þá koma gestir úr atvinnulífinu og Einingu-Iðju og upplýsa nemendur um þá hluti sem að þeim snúa. Einnig fara nemendur í heimsóknir á vinnustaði og kynna sér ýmislegt áhugavert, t.d. hefur verið farið í FAB-LAB smiðjuna í VMA. Síðustu tvær vikurnar fyrir jól fara þátttakendur í Stökkpalli út í hin ýmsu fyrirtæki og og taka þar vettvangsnám á vinnustað. Slíkt nám hefur áður verið í boði í SÍMEY og er markmiðið ávallt hið sama; að efla og fræða viðkomandi einstaklinga og styrkja þá í því að fara út á vinnumarkaðinn og vinna störf við hæfi og/eða styðja þá til áframhaldandi náms.