Verslun og þjónusta

Í þessu verkefni er verið að meta þátttakendur á móti lengstu námsleið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Verslunarfagnáminu sem er 680 klst. og metið til 51 einingar. Sjá námsskrá Verslunarfagnáms hér.

ERTU ORÐIN/N 23 ÁRA?

HEFUR ÞÚ UNNIÐ Í VERSLUN Í A.M.K. 3 ÁR?

Þá gæti raunfærnimat í verslunarfagnámi verið eitthvað fyrir þig?

Þátttakendur þurfa að hafa náð 23 ára aldri og hafa starfað í verslun í a.m.k. þrjú ár.  Bæði atvinnuleitendur og fólk í starfi  getur tekið þátt í raunfærnimatinu sem er þátttakendum að kostnaðarlausu

Að mati loknu verður þátttakendum, sem þess þurfa, boðið að taka þá áfanga sem upp á vantar til að ljúka verslunarfagnáminu.

Verslunarfagnám er starfstengt nám sem er ætlað að auka verslunarfærni og efla almenna og persónulega færni þátttakenda til að takast á við fjölbreytt og krefjandi  verkefni í nútímaverslun.

Verslunarfagnámið er á framhaldsskólastigi og er  51 eining.