Raunfærnimat í sjávarútvegi

SJÓSÓKN er átaksverkefni ætlað sjómönnum sem hafa ekki lokið framhaldsskóla. Boðið er upp á raunfærnimat í ýmsum greinum sem tengjast sjávarútvegi, námskeið í fiskvinnslu og einnig Menntastoðir í fjarnámi.

Markmiðið með verkefninu er að starfandi sjómenn
  - fái reynslu og þekkingu metna inn í nám
  - geti stundað nám samhliða vinnu   
  - fái upplýsingar um hvaða leiðir eru færar og aðstoð við leiðarval
  - verði hæfari og öflugri starfsmenn

 Eftirfarandi greinar eru til raunfærnimats:

  • Fiskveiðar
  • Fiskvinnsla
  • Netagerð

  • Matartæknir
  • Matsveinn
  • Skipstjórn
  • Vélstjórn

Skráning í raunfærnimat

 

Samstarfsaðilar eru Sjómennt, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, IÐAN - fræðslusetur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Mímir - símenntun og Viska-fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.