Reglur um skólagjöld í SÍMEY

Reglur um skólagjöld í SÍMEY

  1. Skólagjöld eru innheimt í upphafi náms. Innheimt er fyrir hverja önn sérstaklega eða heila námsleið, allt eftir eðli námsskipulags.
  2. Skólagjöld skulu vera að fullu greidd eða um þau samið innan tveggja vikna frá því að viðkomandi önn eða námsleið hefst.
  3. Reikningur er sendur á lögheimili nemanda og krafa birtist í heimabanka.
  4. Skólagjöld eru óafturkræf hætti nemandi við þegar nám er hafið.
    Þótt nám verði ekki að fullu sótt af nemanda verður engu að síður að greiða skólagjöldin að fullu.
  5. Hafi nemandi ekki greitt skólagjöld sín eða um þau samið innan tveggja vikna frá því að nám er hafið verður aðgangi nemanda að net- og kennslukerfum SÍMEY lokað.
  6. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námsleið hefst aftur og getur þá átt skólagjöld inni í allt að tvö ár. Þetta þarf að sækja sérstaklega um.
  7. Afhending einkunna og námsferla að námi loknu fer eigi fram nema að skólagjöld séu að fullu greidd. Nemandi skal vera skuldlaus við SÍMEY í upphafi náms.

ATH: Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og starfsmenntasjóðum!  Atvinnuleitendur geta einnig athugað með styrkjamöguleika hjá Vinnumálastofnun. 

 

                                                                                                                                 Útg.1.0