Verkfærakista stjórnandans-Samskipti á vinnustöðum


Viltu ná enn meiri árangri með þínu teymi?

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju.
  • Hvað getur þú gert sem stjórnandi til að stuðla að öflugum samskiptum á þínum vinnustað?

  • Hverjar eru algengustu ástæður ágreinings á vinnustöðum?

  • Hvernig er best að bregðast við ágreiningi?

  • Hvernig er heppilegt að ræða erfiðu málin?Við köfum ofan í þessi mál og mörg önnur á námskeiðinu í formi fyrirlesturs, hópverkefna og umræðna.Meðal þess sem þátttakendur eiga að fá út úr námskeiðinu er:
  • Aukin færni í að taka eftir eigin "földum skilaboðum" og annarra

  • Aukinn skilning á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum

  • Meiri færni í að takast á við erfið samskipti og ræða erfið málÖllum þátttakendum býðst að fá frían einkamarkþjálfunartíma með leiðbeinanda (Rakel).

 Lengd: 3 klst

Kennari: Rakel Heiðmarsdóttir er með doktorspróf í sálfræði og hefur starfað sem mannauðsstjóri í ellefu ár. Í dag starfar hún sem ráðgjafi, leiðbeinandi og markþjálfi á vegum Inventus ehf (inventus.is).

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4

Hvenær: Kennt fimmtudaginn 15. mars kl 13:00-16:00

Verð: 24.000 kr.