Veður-og loftlagsbreytingar Íslandi, einkum norðanlands - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Skoðaðar verða helstu kenningar og ástæður loftslagshlýnunar af mannavöldum og óljós tengsl þeirra við sveiflur í veðurfari.  Hver er munurinn á loftslagi og veðri? Eru illviðri tíðari en áður?  Fara lægðirnar aðrar leiðir en áður? Eða eru verða stórrigningar með skriðum eða skriððuhætta tíðari nú en áður?  Þetta eru m.a. spurningar sem reynt verður að svara. Ekki síður þeirri hvort loftslagsbreytingar af mannavöldum séu "hræðsluáróður vísandafólks "og "illra áttaðra" stjórnmálamanna? Dæmi verða einkum tekin af mælingum norðanlands og horft til  breytinga/sveiflna í sjávarhita og heimsóknum hafíss úr norðri

Leiðbeinandi: Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð