Tímastjórnun fyrir ungmenni - Streituskólinn

Flokkur: námskeið

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Fjallað verður um ábyrgð starfsmannsins og hugtakið seigla tekið fyrir. Þátttakendum verða einnig kenndar ákveðnar æfingar sem stuðla að auknu sjálfstrausti og slökun. Mikilvægi forgangsröðunar og tímastjórnunar verður einnig kynnt.  

Að lokum verður stutt kynning á starfsemi Streitumóttökunnar. 
Námskeiðið hentar öllum þeim ungmennum sem vilja sporna gegn streituáhrifum, stuðla að bættri tímastjórn og styrkjast sem starfsmaður, námsmaður og í daglegu lífi.

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu: 

  • Hvað er streita?
  • Hver er munurinn á streitu og kulnun? 
  • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
  • Hvar liggur ábyrgð starfsmanna?
  • Hvernig get ég skipulagt tímann minn betur?
  • Hverjar eru helstu truflanir í tímastjórnun?
  • Hvað er seigla?
  • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi, námi og daglegu lífi?
  • Hvað segja nýjustu rannsóknir?
  • Hvað get ég gert til að verja mig gagnvart streitu og kulnun?

Markhópur: Ungmenni á aldrinum 16-20 ára

Lengd: 3 tímar

Leiðbeinendur: Helga Hrönn Óladóttir og Guðrún Arngrímsdóttir frá Streituskólanum

Athugið skráning fer fram hjá Streituskólanum:  helga@stress.is

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð