Þrívíddarprentun


Á námskeiðinu verður farið í grunn í þrívíddarteikningu í forritinu Fusion360.  Lögð verður áhersla á að búa til smáhlut í hverjum tíma.

Hluturinn verður svo prentaður og nemendur geta tekið hlutinn með sér heim.

Námskeiðið er góður grunnur fyrir fablab smiðjuna sem er 80 klst.

Lengd: 7,5 klst

Hvar: Fablab VMA

Hvenær: Hefst 25. september og lýkur 2. okt.  Kennt mánudaga og miðvikudaga 19:30-21:00

Kennari: Halldór Grétar Svansson

Verð: 14.500 kr

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!