Þrif og frágangur Akureyri


Hreint og snyrtilegt umhverfi er gestum mikilvægt, það stuðlar að öryggiskennd og trausti á fyrirtækinu. Snyrtimennska og hreinlæti á alltaf við en er sérstaklega mikilvægt þegar að kemur að veitinga- og gistihúsum bæði vegna ímyndar fyrirtækisins og öryggis gesta og starfsfólks. Starfsfólk í þrifum og frágangi á talsverð samskipti við gesti og oft er leita gestir upplýsinga hjá því.

Efnisþættir námskeiða fyrir starfsfólk í þrifum og frágangi og þjálfun þess:

1) Persónulegt hreinlæti

2) Skipulag þrifa

3) Aðferðir við þrif og frágang

4) Meðferð ræsti- og hreingerningaefna

5) Meðferð og notkun áhalda og tækja við þrif

6) Viðbrögð við óværu (veggjalús, myglusveppur) og grun um sjúkdómasmit

7) Trúnaður við gesti, friðhelgi einkalífs

8) Árangursrík samskipti og trúverðugleiki

9) Þjónusta og þjónustusamskipti

10) Vinnuvernd og öryggi

11) Stefna, starfsemi og þjónusta viðkomandi fyrirtækis

Leiðbeinandi: Hjördís Stefánsdóttir, hússtjórnarkennari. Fyrrverandi skólastjóri, hótelstjóri, brautarstjóri og kennari við VMA.

Hvenær: Þriðjudaginn 30. maí kl 13:30-16:30

Lengd: 3 klst

Hvar: SÍMEY, Þórsstígur 4

Verð: 8000 kr Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustu.

Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.Nánar um Vakann hér!