Þjónusta og móttaka gesta Akureyri


Starfsfólk í móttöku og aðrir sem taka á móti gestum eru andlit fyrirtækisins, við það eru fyrstu kynni gesta og það sér oftast líka um að kveðja þá. Góð þjálfun getur skipt sköpum fyrir ímynd fyrirtækis og velgengni. Mikilvægt er að gestir upplifi traust og öryggi í samskiptum við starfsfólk. Það reynir ekki einungis á samskiptahæfni starfsfólks gagnvart gestum, heldur er móttakan líka miðpunktur/hjarta fyrirtækisins og gegnir lykilhlutverki í miðlun upplýsinga og samhæfingu í starfsemi. Fólk sem starfar í móttöku er ekki einungis fulltrúar fyrirtækisins sem það starfar fyrir heldur líka þess staðar eða svæðis þar sem fyrirtækið er staðsett, haldgóð þekking á nærumhverfinu er nauðsynleg.Góð þjálfun leggur mikilvægan grunn í allri starfseminni og getur skipt sköpum fyrir ímynd fyrirtækisins og velgengni.

Efnisþættir fyrir námskeið og þjálfun starfsfólks í móttöku:1) Árangursrík samskipti og trúverðugleiki2) Þjónusta og þjónustusamskipti3) Þarfir ólíkra hópa og þjónusta við þá
4) Trúnaður við gesti, friðhelgi einkalífs5) Kvartanir og ábendingar
6) Móttaka pantana
7) Innritun og móttaka gesta
8) Uppgjör og greiðslur
9) Persónulegt hreinlæti10) Vinnuvernd og öryggi
11) Stefna, starfsemi og þjónusta viðkomandi fyrirtækis
12) Nærumhverfi
Leiðbeinandi: Hrefna Laufey Ingólfsdóttir

Hvenær: Kennt 8. júní kl 13:00-16:00

Hvar: SÍMEY, Þórsstígur 4

Verð: 8000 kr Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustu.

Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.Nánar um Vakann hér!