Þjónandi leiðsögn - mentoranámskeið


Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Námskeiðið er 4*7 tímar alls 28 klukkutímar, þ.e. fjórir heilir dagar kenndir á fjórum mismunandi stöðum og allir leiðbeinendur/mentorar frá HSN munu sækja þessa fjóra daga. Námskeiðið er ætlað tilvonandi leiðbeinendum í þjónandi leiðsögn sem vinna í öldrunarþjónustu.

Farið verður í hugmyndafræðina sjálfa, bakgrunn og aðferðir. Unnið verður sérstaklega vel með hlutverk leiðbeinenda/mentora. Þátttakendur munu vinna verkefni, bæði einstaklings og hópverkefni. Lögð er áhersla á að efla þátttakendur í því að takast á við krefjandi og erfiðar aðstæður. 

Eftir hvert skipti munu þátttakendur fá verkefni með sér til að vinna á sínum vinnustað.

Í lok námskeiðs hafa þátttakendur fengið þjálfun í hugmyndafræði og aðferðum þjónandi leiðsagnar og öðlast þá þekkingu að geta tekið að sér handleiðslu einstaklinga eða hópa starfsmanna. 

Leiðbeinendur: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir og Brynja Vignisdóttir

Hvar og hvenær: Kennt í húsnæði HSN á hverjum stað.
  • Húsavík 6. febrúar kl 8.30-15.30

  • Blönduós 6. mars kl 8.30-15.30

  • Fjallabyggð 5. apríl kl 8.30-15.30

  • Sauðárkrókur 2. maí kl 8.30-15.30Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is