Þjónandi forysta í morgunmat


Athugið að fyrirlesturinn fellur niður vegna þoku á Reykjavíkurflugvelli!SÍMEY - fyrirtækjasvið býður í léttan morgunverð fimmtudaginn 6. apríl þar sem dr. Sigrún Gunnarsdóttir mun halda fyrirlestur um þjónandi forystu og jafnframt verður kynntur nýr fyrirtækjabæklingur SÍMEY. 

Sigrún mun fjalla um hvernig þjónandi forysta getur verið leið til að bæta árangur á vinnustöðum með áherslu á markviss samskipti og samvinnu. Rýnt verður í hvernig nýta má góða hlustun, skarpa sýn á tilgang verkefna, sjálfsþekkingu og auðmýkt til að rækta innri starfshvöt og ábyrgðarskyldu sem verður grunnur að starfsánægju og árangri fyrirtækja.Lengd: 1,5 klst.

Kennari: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Sigrún leiðir þekkingarsetur um þjónandi forystu.

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4.

Hvenær: Fimmtudaginn 6. apríl kl. 08:30-10:00

Verð: Þátttakendum að kostnaðarlausu