Streitu-, tíma- og orkustjórnun

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)
Streitan er óumflýjanlegur hluti daglegs lífs. Hún getur verið jákvæð þegar hún kemur fram við réttar aðstæður en heilsuspillandi þegar hún er langvarandi. Við erum misvel í stakk búin til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið við minnsta álag. Ef við náum að beina streitunni í réttan farveg getur hún verið jákvæður kraftur sem hvetur okkur til dáða og eykur einbeitingu okkar og afköst.

Orkustjórnun og tímastjórnun eru nátengdar streitu. Orkustjórnun er mikilvæg í sífellt meira krefjandi vinnuumhverfi. Þegar við erum orkumikil erum við afkastameiri, meira skapandi, sjáum raunhæfar lausnir og tækifæri og höfum jákvæð áhrif á aðra. Mikilvægt er að viðhalda orkustigi sínu með því að hreyfa sig, tryggja nægan svefn, borða heilsusamlegan mat og taka reglulega hlé frá vinnutengdum málum.

Góð tímastjórnun, forgangsröðun og markmiðasetning stuðlar einnig að meira jafnvægi og minni streitu. Með góðri skipulagningu og vinnutilhögun er hægt að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin og auka skilvirkni. Markmið þurfa að vera viðráðanleg og raunhæf því þegar árangursþörfin breytist í fullkomnunaráráttu getur hún dregið úr frammistöðu okkar og lífsgæðum.

Á námskeiðinu verður fjallað um streituvalda og leiðir til að takast á við streitu, m.a. með því að forgangsraða, stjórna tíma sínum og huga að orkustiginu.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Að þekkja eigin streituviðbrögð 

  • Forgangsröðun og bætt tímastjórnun 

  • Heilbrigður lífsstíll 

  • Að stýra orkunni 

 Ávinningur: 

  • Minni streita 

  • Meiri afköst 

  • Aukin orka 

  • Betri forgangsröðun 

 Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestur 

  • Umræður 

  • Æfingar 

  • Virk þátttaka

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð