Starf vefstjórans


FULLT Á NÁMSKEIÐIÐ!

Þökkum frábærar viðtökur!

Hægt að skrá sig á biðlista, hafðu samband simey@simey.isSÍMEY býður upp á hagnýtt námskeið sem ætlað er vefstjórum og öðrum sem hafa vefmál á sinni könnu í fyrirtækjum og stofnunum. Þátttakendur fá góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans, við undirbúning verkefna og undirstöðuatriði í skipulagi, nytsemi, markaðssetningu og skrifum fyrir vefinn. Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfærakistu sem nýtist vel að námskeiði loknu. 

Lengd: 4 klst.

Kennari: Sigurjón Ólafsson en hann hefur 20 ára reynslu af vefstjórn og vefráðgjöf. Síðastliðin fjögur ár hefur hann starfað sem óháður vefráðgjafi hjá Fúnksjón og gegnir einnig starfi aðjúnkts í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Sigurjón er höfundur Bókarinnar um vefinn, sem er handbók fyrir vefstjóra, en bókin er innifalin í verði námskeiðsins. 

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4

Hvenær: 9. febrúar kl. 08:30 - 12:30

Verð: 18.900 kr.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!