Sölu- markaðs- og rekstrarnám


Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða þá sem hafa í hyggju að stofna til eigin reksturs. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu- og markaðsstörfum.Nánar má lesa um námskeiðið hérLengd: 273 klst.

Helstu námsþættir: Kynning og námsdagbók, námstækni, markmiðasetning og tímastjórnun, tölvu og upplýsingatækni, sölutækni, viðskiptatengsl og þjónusta, verslunarreikningur, almenn markaðsfræði, samskipti, sjálfstraust, framsögn og framkoma, markaðsrannsóknir, Excel við áætlanagerð, markaðssetning á samfélagsmiðlum, stafræn markaðsfræði, lykiltölur, lausafé og áætlanagerð, samningatækni, frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja, stofnun fyrirtækja, verkefnastjórnun, gerð kynningarefnis og gerð viðskiptaáætlana.

Kennari:
Ýmsir kennarar á vegum SÍMEY

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4

Hvenær: Hefst 12.september 2017 og lýkur vorið 2018. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16:30-20:30.

Verð: 88.000 kr