Skyndihjálp 4 klst AkureyriÞetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).  

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Markmið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.

Undirstöðuatriði námskeiðsins eru; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.

Farið er í grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Einnig er fjallað stuttlega um innvortis- og útvortis blæðingar, bruna, höfuðhögg, brjóstverk (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Hvar og hvenær: Kennt 25. apríl kl 12:00-16:00 í húsnæði HSN á Akureyri. 4 klst

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is