Skaðaminnkandi nálgun - Vefnámskeið

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Akureyrarbæjar á búsetusviði, PBI og Skógarlundi.  

Skaðaminnkandi hugmyndafræði (e. harm reduction) er gagnreynd nálgun í vinnu með einstaklingum sem nota vímuefni og þeim sem þróa með sér þungan vímuefnavanda. Skaðaminnkandi inngrip leggja áherslu á að fyrirbyggja áhættu og skaða sem fylgir notkun löglegra og ólöglegra vímuefna fremur en að reyna að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Undirstaðan í skaðaminnkandi hugmyndafræði er tvíþætt, lýðheilsa og  mannréttindi.

 

Markmið skaðaminnkandi inngripa eru:

1. Aðstoða fólk við að halda lífi

2. Að draga úr óafturkræfum skaða hjá fólki

3. Auka heilsu og lífsgæði fólks. 

 

Í skaðaminnkandi nálgunum er lög áhersla á að mæta fólki þar sem það er stadd hverju sinni, að virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og að að sýna fólki virðingu, skilning og samhygð. Nálgunin styrkir öll lítil skref í átt að jákvæðum breytingum á  hegðun og líðan hjá fólki.

 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópska eftirlitsstofnunin um vímuefni og vímuefnafíkn (EMCDDA) leggja áherslu á alhliða og ítarlega innleiðingu skaðaminnkandi inngripa og nálgana í samfélaginu.

 

Námskeiðislýsing

Kl 13:00-14:00:

  • Vímuefnanotkun vs. Vímuefnavandi
  • Orsakasamhengið á þróun á vímuefnavanda: Lífsálfélagslega líkanið + Áfallasagan
  • Skaðsemi vímuefna: Lögleg og ólögleg vímuefni

Kl 14:00 -15:00:

  • Jaðarsettning og brennimerking fólks með vímuefnavanda
  • Skaðaminnkandi hugmyndafræði 
  • Skaðaminnkandi inngrip: 
  • Lykilatriði í samskiptum: Hvað eru góð og hjálpleg samskipti

Fyrirkomulag: Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrarformi og virkri þátttöku einstaklinga.

Athugið - námskeiðið verður haldið í gegnum ZOOM 

Lengd: 2 klst.

Leiðbeinandi: Svala Jóhannesdóttir hefur starfað með einstaklingum sem glíma við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi í 12 ár. Svala hefur starfað hjá Rauða krossinum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún stýrði meðal annars Frú Ragnheiðar verkefninu á höfuðborgarsvæðinu í fimm ár og stýrði einnig Konukoti – athvarfi fyrir heimilislausar konur. Svala hefur heimsótt fjölmörg skaðaminnkunar úrræði erlendis og eru hennar sérsvið skaðaminnkandi inngrip, áhugahvetjandi samtal og notendamiðuð þjónusta.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð