Sigraðu streituna

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). 

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna. Fjallað verður um samskipti sem stuðla að vellíðan á vinnustað og koma í veg fyrir streitu. Að lokum verður stutt kynning á starfsemi Streitumóttökunnar.  

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:  

Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag? 

  • Hver er munurinn á streitu og kulnun?  

  • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm? 

  • Hvar liggur ábyrgð starfsmanna vs. stjórnenda? 

  • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi? 

  • Hvað segja nýjustu rannsóknir? 

  • Á streittur einstaklingur afturgengt á vinnumarkaðinn? 

  • Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni? 

Leiðbeinandi: Helga Hrönn Óladóttir

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning