Sigraðu sjálfan þig


Fyrir venjulegt fólk sem er tilbúið að horfast í augu við sjálft sig og taka ábyrgð á eigin lífi. Á námskeiðinu lærir þú leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess sem þú dreymir um.?Á námskeiðinu er boðið er upp á fjölmörg verkfæri og einstakt tækifæri til sjálfsskoðunar í víðu samhengi. Þannig finnur þátttakandinn leiðina upp úr djúpum hjólförum vanans og temur sér nýja siði sem á endanum koma honum þangað sem hann stefnir. Þetta er námskeiðið sem tryggir það að þú byrjir á réttum enda og náir árangri í stað þess að gefast upp.

Lengd: 6 klukkustundirKennari: Ingvar Jónsson, alþjóða markaðsfræðingur, MBA og ACC markþjálfi.

Hvar: Þórsstíg 4, húsnæði SÍMEY

Hvenær: Kennt laugardaginn 24. febrúar frá kl. 09:00-16:00

Verð:  29.900 krSkráning og nánari upplýsingar á www.profectus.isp.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!