Námskeið um Davíð Stefánsson


Sestu hérna hjá mér – námskeið um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, líf hans og ljóð 

Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því að Davíð Stefánsson orti sig fyrst inn í hjörtu þjóðarinnar, og enn heilla ljóð hans og líf fólk á öllum aldri. 

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í líf og skáldverk Davíðs og vinna með ljóðin hans út frá skáldinu, ástinni, sögunni, samfélaginu og eigin tilveru.  

Lengd: 8 klst

Hvar: Í fyrsta tímanum verða þátttakendur í Davíðshúsi, hin skiptin að Hvannavöllum 14, 3. hæð  

Hvenær: Alls hittast í þátttakendur í fjögur skipti, frá 16. október til 6. nóvember frá kl. 19:30 til 21:30 eða alls 8 klst.


  • 16. október: Í Davíðshúsi - Kynning á skáldinu, sögu hans og verkum

  • 23. október: Ástin og ævintýrin í lífi og ljóðum Davíðs 

  • 30. október: Náttúran og sagan 

  •  6. nóvember: Ástmögur þjóðarinnar  - og skáldið mitt


Kennari: Valgerður H. Bjarnadóttir en hún hefur starfað sem húsfreyja í Davíðshúsi síðustu sumur og hefur í því samhengi  haldið fyrirlestra og sett saman ótal dagskrár um skáldið og verk hans, í Davíðshúsi og víðar.  

Verð: 12.900 kr.

Skráning til og með 12. októberp.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!