Námskeið um ADIS kvíðagreiningarviðtal


Námskeið um ADIS kvíðagreiningarviðtal

(Anxiety Disorders Interview Schedule)ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn (Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV) var nýlega gefið út í íslenskri þýðingu af Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Þetta viðtal er notað af sálfræðingum um allan heim sem vinna við greiningu og meðferð barna og unglinga á aldrinum 7-17 ára.Viðtalið er hálf-staðlað og skiptist í foreldraviðtal og viðtal við barnið sjálft. Farið er ítarlega í allar kvíðaraskanir í viðtalinu, en einnig lyndisraskanir, mótþróa- og hegðunarröskun, ADHD, kjörþögli og áfallastreitu. Að auki eru skimunarspurningar fyrir vímuefnavanda, átraskanir, geðrofseinkenni og þroskafrávik. ADIS viðtalið í íslenskri þýðingu er gefið út í samstarfi við Oxford University Press og höfunda viðtalsins, Wendy Silverman og Anne Marie Albano. Rannsóknir hafa sýnt að ADIS er það greiningarviðtal sem helst er notað við greiningar og rannsóknir á kvíðaröskunum barna og ungmenna og eru próffræðilegir eiginleikar þess almennt metnir góðir.Námskeiðið er ætlað fagfólki sem vinnur með börnum og unglingum, á stofnunum, í skólum, við sérfræðiþjónustu skóla eða á einkareknum stofum. Á námskeiðinu er farið ítarlega í hvernig viðtalið er lagt fyrir, sýndar upptökur með sýnishornum af greiningarviðtölum og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í að leggja viðtalið fyrir. Þátttakendur fá í hendur tvö viðtalshefti af hvorum hluta viðtalsins (barnaviðtal og foreldraviðtal) og notendahandbók á ensku (ADIS-IV: Child and Parent Therapist Guide). Mikilvægt er að þátttakendur nýti námskeiðsgögnin til að undirbúa sig fyrir seinni daginn þegar fyrirlagning viðtalsins er æfð.Athugið að lágmarksþátttaka á námskeiðið er 15 manns.Lengd: 12 klst.

Kennarar: Dagmar Hannesdóttir og Berglind Hauksdóttir, sálfræðingar á Þroska- og hegðunarstöð sem eru með staðgóða reynslu af greiningu kvíðaraskana og þjálfun fagfólks í notkun ADID kvíðagreiningarviðtalsins.

Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4

Hvenær: 1. mars kl. 13:00 - 16:00 og 2. mars kl. 09:00 - 16:00

Verð: 52.900 kr. Öll námskeiðsgögn innifalin