Mótagerð

Flokkur: námskeið

Grunnnámskeið í Mótagerð
Myndasýningar, myndbönd og sýningarkennsla  til að kenna þér helstu grunnatriði í móta- og afsteypugerð á sem einfaldastan máta.
Þú munt einnig búa til þín eigin mót og afsteypur á 6 klst.
Meira en bara móta- og afsteypugerð
Við sýnum þér möguleika sem þig óraði ekki fyrir að hægt væri að búa til með efnunum okkar.
Námskeiðsyfirlit
Þú munt búa til sílikon mót af rósettu og afsteypu úr urethane plasti með mismunandi litum og duftum. Þú munt einnig búa til mót og afsteypu af þínum eigin þumalfingri. Ef tími vinnst til er þátttakendum gefinn kostur á að koma með einhvern lítinn og einfaldan hlut til þess að taka mót af.

•    Helstu tegundir efna í Móta- og afsteypugerð
•    Frummyndin - módelið: Rétt notkun grunna og mótlosunarefna
•    Mótaaðferðir: Hvaða aðferð ber að nota hverju sinni
•    Möguleg vandamál: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir vandamál – hvað þarf að hafa í huga
•    Blanda & hella: Rétt tækni
•    Líkamsmótun
•    Móðurmót/stuðningsskeljar
•   Í hvað aðrir nota efnin okkar

Lengd: 6 klst.
Kennarar: Snæbjörn Bergmann og Dóra Hartmannsdóttir
Hvar: Verkmenntaskólinn á Akureyri
Hvenær: Kennt laugardaginn 13. okt. kl. 10:00-16:30
Verð: 19.250 kr


p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!



Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning