Mikilvægi hreinlætis Akureyri


Hreint og snyrtilegt umhverfi stuðlar að öryggistilfinningu og trausti gesta og starfsfólks og leggur þannig grunn að jákvæðri upplifun. Gott hreinlæti getur komið í veg fyrir óværu svo sem gerlamyndun, sveppamengun, skordýr og meindýr. Ekkert fyrirtæki í ferðaþjónustu vill fá það orð á sig að hreinlæti og umgengni sé ábótavant. Ferðaþjónusta snýst um jákvæða upplifun og góðar minningar.

Lykilatriði er þjálfun og fræðsla starfsfólks.

Á þessu námskeiði er m.a. komið inn á;
  1. Persónulegt hreinlæti

  2. Heilbrigði og heilsu

  3. Skordýr og sníkjudýr

  4. Raka og afleiðingar hans

  5. Krossmengun í matvælum og varnir gegn henni

  6. Innra eftirlit fyrirtækisins

  7. Þrifaáætlanir, markmið og mikilvægi

  8. Stefnu, starfsemi og þjónustu viðkomandi fyrirtækisLeiðbeinandi: Marína Sigurgeirsdóttir

Hvenær: 12. júní kl 13:30-16:30.

Lengd: 3 klst

Hvar: SÍMEY, Þórsstígur 4

Verð: 8000 kr Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustu.

Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.Nánar um Vakann hér!