Menntastoðir - kvöldnám


Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla. Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

Kennsluhættir: Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu. Hluti kennslu í Menntastoðum byggist á tölvum og því kostur að nemendur hafi aðgang að tölvu á námstímanum. Þeir nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum eiga kost á því að sækja um nám í Háskólabrú Keilis. Námið er metið sem 50 einingar inn í Háskólabrú Keilis. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið Menntastoðir til eininga hjá sér.Námþættir: Lífsleikni 102 og 201, Námstækni 102, Upplýsingatækni 103, Íslenska 103 og 203, Stærðfræði 102, 122 og 262, Danska 102, Enska 103 og 203.

Námsmat: Símat og próf

Kennarar: Ýmsir kennarar á vegum SÍMEY

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4

Hvenær: Þriðjudagar og fimmtudagar frá kl. 16:30-19:30 og tvo laugardaga í mánuði. Hefst 29. ágúst 2017 og lýkur í maí 2018.

Verð: 142.000 kr.

Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum.