Meðhöndlun matvæla Dalvík


Ferðaþjónusta snýst um jákvæða upplifun og góðar minningar. Góðar og heilnæmar máltíðir eru snar þáttur í ferðalögum og fríum. Matareitrun og matarsjúkdómar geta eyðilagt mikið fyrir þeim sem smitast og staður sem rekja má smit til verður fyrir álitshnekki. Veitingahús eru matvælafyrirtæki og ber að fylgja reglum í samræmi við þau. Rétt meðferð matvæla og hreinlæti í umgengni við þau er undirstaða þess að staðir geti framreitt gómsæta og heilnæma málsverði. Lykilatriði er þjálfun og fræðsla starfsfólks.

Efnisþættir námskeiða og þjálfunar í meðhöndlun matvæla:

1) Persónulegt hreinlæti

2) Heilbrigði

3) Handþvottur og hreinlæti

4) Hlífðarfatnaður og skór

5) Vinnuvernd og öryggi

6) Innra eftirlit fyrirtækisins

7) Matarsjúkdómar og orsakavaldar þeirra

8) Örveirur og varnir gegn þeim

9) Geymsluþol algengustu tegunda matvæla og viðeigandi geymsluaðferðir

10) Krossmengun og varnir gegn henni

11) Ofnæmi og óþol

12) Mengun matvæla

13) Tæki og áhöld

14) Þrifaáætlanir

15) Hreinsi- og sótthreinsiefni

16) Stefna, starfsemi og þjónusta viðkomandi fyrirtækis
Leiðbeinandi: Marína Sigurgeirsdóttir

Hvenær: Kennt 8. júní kl 13:30-16:30

Lengd: 3 klst

Hvar: Dalvík Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi fyrir ferðaþjónustu.

Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Nánar um Vakann hér!