Lög og reglur


FULLT

Farið í  helstu  atriði laga  og  reglugerða  sem  lúta  beint  eða  óbeint  að atvinnumennsku bílstjóra. Þar   má   helst   telja   reglur um   aksturs-og hvíldartíma  ökumanna,  notkun  ökurita, notkun  öryggis- og  verndarbúnaðar og  eftirlit Samgöngustofu með  stórum  ökutækjum.  Einnig er farið  í  helstu atriði  í  lögum um  fólksflutninga,  vöruflutninga  og  efnisflutninga  á  landi og umferðarlög eftir því sem við á. Þar  sem atvinnuréttindi  bílstjóra gilda innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) er einnig  farið nokkuð  í  reglur  og  ferli  sem  tengjast  flutningum  á milli landa.Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sín með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Lengd: 7 klst. með matar- og kaffihléum

Námsmarkmið: Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.

Leiðbeinandi: Grétar Viðarsson

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri

Hvenær: Kennt 17. mars, kl 9:00-16:00

Verð: 20.000 kr

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!