Listasmiðja - málunMegináhersla er lögð á að þátttakendur öðlist færni í grunnatriðum listmálunar og listasögu, að þeir efli skapandi hugsun sína, fangi hugmyndir og setji fram í málverki með tilliti til myndbyggingar í formi og lit.Þátttakendur kynnast einnig ýmsum aðferðum við framsetningu málverka notkun mismunandi áhalda og mikilvægi frágangs á myndverkum.Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, verklegri vinnu, vettvangsheimsóknum. Þátttakendur halda verkdagbók/skissubók á meðan á námskeiði stendur. Listasmiðja er ætluð einstaklingum 20 ára og eldri.Lengd: 80 klst.

Kennari: Bryndís Arnardóttir (Billa)sem hefur áratuga reynslu af myndlistarkennslu ásamt því að starfa sem myndlistarmaður

Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4

Hvenær: Hefst 8. febrúar. Kennt fimmtudaga kl. 17:00-21:00 og laugardaga 09:00-13:00.

Verð: 30.000 kr.Hámark 12 þátttakendur.
p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!