LEAN simulation með Michael Balle


Á þessari vinnustofu mun Michael Ballé fara yfir hvað þarf til í fyrirtækjum til að koma á megin hugmyndafræði lean og hvaða áhrif slík umbreyting hefur á fyrirtæki og árangur þeirra.Í gegnum einfaldan leik mun hann sýna hversu stór áhrif Talyorísk hugsun hefur á daglegar ákvarðanir hins almenna stjórnanda. Í gegnum PDCA tilraunir mun Michael kenna hvernig á að vinna með stöðugar umbætur og hafa gaman af í leiðinni!Kennarar: Michael Ballé er án þess að á nokkurn sé hallað einn fremsti lean hugsuður í heiminum í dag og höfundur bókanna The Lean Strategy, Lead with Lean, Gold Mine, The Lean Manager og Lead with Respect. Hann vinnur mikið sem seinsei eða leiðbeinandi forstjóra og stjórnenda um allan heim og hjálpar þeim að taka rétt skref í innleiðingu fyrirtækja á hugmyndafræði lean.

Hvar: Þórsstíg 4, húsnæði SÍMEY

Hvenær: Vinnustofan verður haldin 26. febrúar á AkureyriVerð: 75.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar á manino.is