LEAN fyrir sérfræðinga

Flokkur: námskeið

Átta daga námskeið fyrir einstaklinga sem vilja afla sér ítarlegrar þekkingar á notkun straumlínustjórnunar í fyrirtækjum og stofnunum. Þetta er stærsta og elsta námskeiðið um LEAN sem í boði er sem hugsað er fyrir einstaklinga sem vilja dýpka þekkingu sína á Lean aðferðunum.

Farið er mjög vel yfir megin inntak lean aðferðanna þar sem stöðugar umbætur eru í forgrunnni og PDCA hugsunin útskýrð og kennd. Farið er yfir helstu verkfæri lean eins og töflustjórnun, daglegir fundir, 5S, A3 o.fl.

Námskeiðið er ítarlegt og því fylgir mikil vinna bæði í tímum og í gegnum heimaverkefni. Bækurnar „Þetta er lean“ og „2 sekúndna lean“ eru hluti af kennsluefninu ásamt fjölda kennslumyndbanda sem gerir það að verkum að þátttakendur fá góðan fræðilegan grunn

Námskeiðið er hugsað fyrir sérfræðinga og stjórnendur sem vilja leiða lean innleiðingar og hentar bæði óreyndu sem vönu lean fólki. Námskeiðið hentar líka vel þeim sem vilja fá algjörlega nýja sýn á hvernig byggja má upp vinnu- og samskiptakerfi fyrirtækja með nýjum stjórnunaraðferðum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa áralanga reynslu af innleiðingu og stjórnun straumlínustjórnunar í fyrirtækjum og hafa sterkan faglegan bakgrunn. Farið er í nokkrar fyrirtækjaheimsóknir þar skoðað er hvernig íslensk fyrirtæki eru að innleiða lean.

Leiðbeinendur: Leiðbeinendur eru Maríanna Magnúsdóttir, Helga Halldórsdóttir og Pétur Arason ásamt gestafyrirlesurum.

 

Skráning og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Manino. 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð