LEAN fyrir stjórnendur


Námskeiðið er kennt í sjö hálfsdags lotum og er alls 28 kennslustundir. Ásamt hefðbundnum kennslustundum verður farið í heimsókn í fyrirtæki sem eru að innleiða lean. Kennarar á námskeiðinu hafa áralanga reynslu af innleiðingu lean aðferða í stærri og minni fyrirtæki og sterkan faglegan bakgrunn. Þetta er annað sinn sem teymið kennir námskeiðið en síðasta vor fékk námskeiðið mjög góðar viðtökur. Þetta námskeið hentar vel fyrir stjórnendur fyrirtækja sem eru að innleiða lean, eru að undirbúa slíka vegferð eða breytingastjórnun almennt.

Kennsluformið er fjölbreytt og leiðbeinendur blanda saman ólíkum aðferðum til þess að tryggja að þátttakendur fái mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið. Dæmi um kennsluaðferðir eru; fyrirlestrarformið, samtal og umræður, myndbönd, leikir o.fl.

Lengd: 28 kennslustundir

Kennarar: Helga Halldórsdóttir, Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir

Hvar: Þórsstíg 4, húsnæði SÍMEY

Hvenær: kennt er á milli 9:00 og 17:00
  • 06.feb  kl. 08:30-12:30

  • 13.feb  kl. 08:30-17:00 (í Reykjavík)

  • 14.feb kl. 08:30-17:00 (í Reykjavík)

  • 21.feb kl. 08:30-12:30

  • 05.feb kl. 08:30-12:30Verð: 250.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar á manino.isVekjum sérstaka athygli á því að á vorönn 2018 fá þátttakendur námskeiðisins 20% afslátt af vinnustofunni Lean Simulation með Michael Balle sem haldin er 26. febrúar á Akureyri  28. febrúar  í Reykjavík.