Latneskt stafróf

Flokkur: Íslenska sem annað mál

Ætlað einstaklingum með litla undirstöðu í hinu vestræna stafrófi en sem tjá sig nokkuð á íslensku. 

Tilgangur námsins er fyrst og fremst að styrkja og bæta talað mál.  Mikil áhersla er lögð á að bæta framburð til að gera mál nemenda skiljanlegt og unnið frá grunni með málhljóð íslenskunnar. Unnið er með undirstöðu lestrar og lestur styrktur hjá þeim sem eru komnir vel af stað.   

Sjálfstæði í verkefnavinnu, samvinna, félagsleg færni og sjálfstraust þátttakenda eru höfð í fyrirrúmi í öllum þáttum námsins. 

 

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum! Mörg þeirra endurgreiða allt að 80%

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning